Dharmesh Sheth, fréttamaður á Sky Sports, skrifaði í morgun nokkur orð um hugsanleg félagaskipti Frenkie de Jong frá Barcelona til Manchester United og hvað er að tefja þau.
De Jong hefur verið orðaður við Man Utd í allt sumar en sjálfur virðist hann vilja vera áfram hjá Barcelona. Þá skulda félagið honum mikinn pening í laun.
„Þegar allt kemur til alls skuldar Barcelona leikmanninum pening sem hann á rétt á. Samkvæmt fréttum frá Hollandi skuldar félagið honum 14-17 milljónir punda í laun,“ skrifar Sheth.
„De Jong vill vera áfram hjá Barcelona og er ánægður þar, það er það sem maður heyrir frá Spáni. Maður velti samt fyrir sér hvort þeir séu að leika þar sem þeir vita að de Jong er efstur á óskalista Man Utd.“
„Ég velti fyrir mér hvort Barca sé að segja United að leikmaðurinn sé ánægður með að vera áfram svo United bæti tilboð sitt. Þannig geti félagið lækkað upphæðina sem það skulda de Jong.“
„Hvað United varðar er félagið í góðri stöðu. Þeir hafa samið nokkur veginn við Barcelona um að borga um 72 milljónir punda. Man Utd ætlar ekki að borga of mikið fyrir leikmanninn og mun leita annað ef kaupin henta þeim ekki.“