Samkvæmt erlendum miðlum ferðaðist Ilkay Gundogan ekki með Manchester City til Bandaríkjanna í æfingaferð þar sem hann er óbólusettur.
Man City er nú í Bandaríkjunum, þar sem liðið mun mæta Club America í æfingaleik aðfaranótt fimmtudags.
John Stones og Phil Foden fóru ekki heldur með í ferðina. Ástæður fyrir því hafa ekki verið gefnar upp en því hefur verið slegið upp einhvers staðar að þeir séu ekki heldur bólusettir. Það hefur þó ekki verið staðfest.
Man City undirbýr sig nú fyrir komandi leiktíð í ensku úrvalsdeildinni. Liðið freistar þess að vinna sinn þriðja Englandsmeistaratitil í röð.