Zack Steffen er genginn í raðir Middlesbrough frá Manchester City.
Steffen er 27 ára gamall markvörður en hefur átt í erfiðleikum með að fá mínútur með Man City, enda Ederson á undan honum í goggunarröðinni.
Steffen hefur leikið 21 leik með Man City síðan hann kom til félagsins árið 2019.
Boro leikur í ensku Championship-deildinni.
We've completed the loan signing of @zacksteffen_ from @ManCity ✍️
— Middlesbrough FC (@Boro) July 19, 2022