Chelsea ætti að gera allt til að reyna við Cristiano Ronaldo í sumar að sögn Paul Merson sem lék eitt sinn með Arsenal og enska landsliðinu.
Chelsea er að styrkja sig í sumarglugganum en þarf enn á framherja að halda eftir brottför Romelu Lukaku.
Það er þekkt að Ronaldo vilji komast burt frá Manchester United og er það maðurinn sem Chelsea þarf í sitt lið að sögn Merson.
,,Chelsea mun ekki enda ofar en í þriðja sæti ef þeir semja ekki við heimsklassa framherja,“ sagði Merson.
,,Það er einn þannig leikmaður á markaðnum sem hentar, Cristiano Ronaldo. Raheem Sterling og Kalidou Koulibaly eru góðir leikmenn og munu hjálpa Chelsea.“
,,Það er fram á við sem þeir þurfa mestu hjálpina því Kai Havertz er ekki framherji fyrir mér og skorar ekki 20 mörk á tímabili. Það er eitthvað sem Ronaldo myndi klárlega gera.“
,,Hver er bestur í að klára færin ef þú kemur með góða bolta inn í teiginn? Ronaldo! Chelsea ætti 100 prósent að reyna við hann.“