Stuðningsmenn borguðu allt að fimm þúsund pund fyrir að horfa á vináttuleik Chelsea og Club America í Las Vegas í Bandaríkjunum um helgina á VIP-svæði.
Chelsea vann leikinn 2-1 fyrir framan 60 þúsund áhorfendur.
Á leiknum var hægt að borga sig inn á VIP-svæði sem líkti eftir næturklúbbi. Þar var hægt að sitja við borð í leðursófum og panta sér flöskuborð.
Voru sætin einnig á mjög góðum stað á vellinum svo áhorfendur höfðu gott útsýni.
Myndir af þessu má sjá hér að neðan.