Ísland er úr leik á Evrópumótinu eftir 1-1 jafntefli gegn Frökkum í lokaleik riðilsins í kvöld.
Melvine Malard kom Frökkum yfir strax á fyrstu mínútu. Dagný Brynjarsdóttir jafnaði fyrir Ísland seint í uppbótartíma með marki af vítapunktinum.
Sigur Belga á Ítalíu þýðir að Ísland hafnar í þriðja sæti riðilsins og er úr leik.
Hér fyrir neðan má brot af því besta sem íslenska þjóðin bauð upp á á Twitter í kringum leikinn.
Getum við ekki fengið Glódísi Perlu til að leysa hafsentinn hjá strákunum líka?
— Runólfur Trausti Þórhallsson (@Runolfur21) July 18, 2022
þær töpuðu engum leik
þær voru eina liðið sem frakkar unnu ekki í riðlinum (já ég ætla vera þessi týpa)
drullu svekkjandi en stelpurnar okkar eru frábærar 💙 #dóttir #fotboltinet— Berglind (@bbjorgvins) July 18, 2022
Maður er hérna í sófanum að öskra ‘farð’ i inná teiginn’ @GummiBen style!!
— Johann Holmgrimsson (@Johannthor21) July 18, 2022
Markið VAR-að af og cooling break. Dómarinn elskar Íslendinginn
— Jón Bjarni (@jonbjarni14) July 18, 2022
Töpuðu ekki leik á EM 👏🏼
Auðvitað vonbrigði að komast ekki í 8 liða úrslit en það er ótrúlega stutt á milli í bestu íþrótt heims.
Áfram Ísland 🇮🇸— Gummi Ben (@GummiBen) July 18, 2022
Rosalegt olnbogaskot Renard mín. Vonandi grær þetta fyrir fimmtugsafmælið.
— Daníel Magnússon (@danielmagg77) July 18, 2022
Sýnist dómarinn ætla að halda upp á 5 ára afmæli leiksins við Frakkland á Koning Willem II Stadion þar sem Franska landsliðið fékk endalaust af aukaspyrnum út á væl og kjaftæði #emruv #fotbolti
— Hörður Ágústsson (@horduragustsson) July 18, 2022
Hvað hefur steini Halldórs á móti Amöndu? #fotboltinet #emkvk
— Arnaldur Árnason (@Arnaldurarnason) July 18, 2022
Hélt í smástund að aðstoðarþjálfarinn væri bara allt í einu svona vel hærður. #emruv #islfra pic.twitter.com/SRfKD7ojdQ
— Davíð Husby (@netabolur) July 18, 2022
World class appreciation tweet #fotboltinet pic.twitter.com/9Q4JeYPMGU
— Orri Rafn Sigurdarson (@OrriRafn) July 18, 2022
Djöfull er gaman að sjá Karólínu láta Renard heyra það #fotboltinet
— Guðmundur Ásgeirsson (@gummi_aa) July 18, 2022
Afhverju er Ísland svona skelfilega mikið að panikka að vera með boltann? Verið svona allt mótið. Liðið mikið betra en þetta. Rífa sig í gang takk.
— Rikki G (@RikkiGje) July 18, 2022
Mjög mikill kraftur í Söru Björk í þessum leik. Hafði áhyggjur af henni fyrir leik, en hún hefur farið vel af stað fyrstu 25 mín. Þurfum samt að loka svæðinu og holunni milli varnar og miðju. Frakkar eru að finna svæði þar full auðveldlega fyrir minn smekk. #fotboltinet
— Orri Rafn Sigurdarson (@OrriRafn) July 18, 2022
Amanda kom 81 mínútu og seint inná
— Einar Guðnason (@EinarGudna) July 18, 2022
Þvílíkur leikur😳 #emruv #dottir
— Ólafur Örn Steinunnar Ólafsson (@olafurorn) July 18, 2022
Note to self: Aldrei bölva VAR aftur. VAR er gott. VAR er mikilvægt. #fotboltinet
— Hanna-Katrín (@HannaKataF) July 18, 2022
Amanda gert meira á þessum örfáu mínútum sem hún fékk en leikmenn sem hafa spilað helling í þessu móti.
— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) July 18, 2022