Ísland mætir Frakklandi í lokaumferð riðlakeppni EM nú eftir skamma stund. Þorsteinn Halldórsson gerir þrjár breytingar á íslenska byrjunarliðinu frá jafnteflinu gegn Ítölum.
Agla María Albertsdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir og Guðný Árnadóttir koma inn fyrir Gunnhildar Yrsu Jónsdóttur, Guðrúnar Arnardóttur og Elísu Viðarsdóttur.
Leikurinn er afar mikilvægur en með sigri er Ísland komið í 8-liða úrslit Evrópumótsins.
Byrjunarlið Íslands: Sandra Sigurðardóttir, Guðný Árnadóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Hallbera Guðný Gísladóttir – Sara Björk Gunnarsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir – Agla María Albertsdóttir, Sveindís Jane Jónsdóttir, Berglind Björg Þorvaldsdóttir.