Nani, fyrrum leikmaður Manchester United, hefur reynt að sannfæra landa sinn Cristiano Ronaldo um að vera um kyrrt hjá félaginu í sumar.
Eins og flestir vita er Ronaldo að reyna að komast burt frá Manchester og vill semja við lið í Meistaradeildinni.
Nani og Ronaldo þekkjast vel en það hefur lítið gengið að ná í Ronaldo sem er í sumarfríi með fjölskyldyunni þessa dagana.
Nani vonast til þess að Ronaldo ákveði að vera áfram á Old Trafford en viðurkennir að hann geti ekki rætt við stjörnuna persónulega.
,,Ég vona að hann verði áfram. Hann er mikilvægur leikmaður og leikmaður sem gerir alltaf gæfumuninn. Vonandi er hann í góðu skapi til að hjálpa félaginu,“ sagði Nani.
,,Ég reyndi að tala við hann en þegar hann er í sumarfríi þá svarar hann ekii símanum. Hann sagðit vera svo upptekinn og að við myndum tala saman seinna.“