Zlatan Ibrahimovic hefur skrifað undir nýjan samning við AC Milan. Sá gildir út komandi tímabil.
Zlatan verður 41 árs gamall í október. Sem stendur er hann þó meiddur á hné. Munu þau meiðsli halda honum frá út þetta ár hið minnsta. Þrátt fyrir það vill Milan hafa hann hjá sér, enda gríðarlega sterkur karakter innan hópsins.
Svíinn hefur verið á mála hjá Milan síðan 2020. Hann kom frá LA Galaxy en var þar áður hjá Manchester United.
Zlatan hefur einnig leikið með Paris Saint-Germain, Inter, Barcelona, Juventus, Ajax og Malmö á stórkostlegum ferli.
Þá er það að frétta af Milan að félagið hefur áhuga á Japhet Tanganga, varnarmanni Tottenham. Enska félagið er sagt tilbúið að lána hann út þar sem Clement Lenglet er genginn til liðs við félagið.