Fyrirliðar í ensku úrvalsdeildinni munu hittast á Zoom á fimmtudag, þar sem farið verður yfir hin ýmsu atriði.
Eitt af því sem verður rætt er það hvort leikmenn eigi að halda áfram að krjúpa á hné.
Leikmenn í ensku úrvalsdeildinni fóru fyrst að gera þetta sumarið 2020, þegar enska úrvalsdeildin sneri aftur eftir langt hlé vegna kórónuveirunnar.
Er þetta gert til að sína réttindabaráttu svartra stuðnings. Kveikjan að þessu varð þegar George Floyd var myrtur af lögreglumanninum Derek Chauvin í Minneapolis í Bandaríkjunum. Floyd var dökkur á hörund.
Það hefur verið venjan að krjúpa á hné fyrir leiki í ensku úrvalsdeildinni síðan. Fleiri og fleiri virðast þó hættir að taka þátt í þessu.