Pablo Mari, varnarmaður Arsenal, á enga framtíð hjá félaginu og er líklega á leið til Tyrklands.
Mari hefur spilað með Arsenal undanfarin fimm ár en hann kom frá Flamengo árið 2020 upprunarlega á láni.
Undanfarin tvö ár hefur Mari aðeins leikið 22 leiki fyrir félagið og spilaði með Udinese á láni á síðustu leiktíð.
Mikel Arteta, stjóri Arsenal, hefur engan áhuga á að nota Mari sem er frjáls ferða sinna.
Fenerbahce er í bílstjórasætinu um að tryggja sér þjónustu leikmannsins sem er 28 ára gamall.