fbpx
Sunnudagur 06.apríl 2025
433Sport

Hjóla í FH-inga sem þurfa að endurskoða allt – „Taka endalaust yfirdrátt á kortið sitt“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 18. júlí 2022 09:59

Eiður Smári Guðjohnsen / Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

FH er í níunda sæti Bestu deildar karla, tveimur stigum frá fallsæti, þegar þrettán umferðum er lokið. Liðið tapaði 0-3 gegn Víkingi Reykjavík á heimavelli um helgina.

Fimleikafélagið var til umræðu í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í gærkvöldi. Þar sagði Hrafnkell Freyr Ágústsson til að mynda að FH þurfi að endurskoða flest allt.

„FH þarf að endurstilla sig gjörsamlega. Þeir hafa allt of lengi verið að reyna að vera á toppnum með enga innistæðu. Þeir taka endalaust yfirdrátt á kortið sitt, reyna að halda í vini sína sem eiga nóg af peningum en það bara gengur ekki. Þið verðið að fara að safna pening og byggja ykkur upp á nýtt,“ segir Hrafnkell.

FH lét Ólaf Jóhannesson fara fyrr í sumar og réði Eið Smára Guðjohnsen. Það er hins vegar ekki nóg að sögn Alberts Brynjars Ingasonar.

„Það kemur mér ekkert á óvart að úrslitin hafi ekki fylgt eftir því að hafa breytt um þjálfara. Það sáu það allir sem hafa horft á FH í suma að vandinn var ekkert þjálfarinn. Vandamálið er hvernig þessi hópur er settur saman, einhverjir 7-8 miðjumenn í byrjunarliðinu í hverjum leik,“ segir Albert.

„Þetta er bara hræðilegt,“ bætti Hrafnkell við.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Vill fá sex leikmenn til Liverpool

Vill fá sex leikmenn til Liverpool
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Real Madrid tapaði óvænt á heimavelli – Barcelona í kjörstöðu

Real Madrid tapaði óvænt á heimavelli – Barcelona í kjörstöðu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

England: Arsenal mistókst að vinna Everton

England: Arsenal mistókst að vinna Everton
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Fengu á sig fyrsta markið í 25. sinn á tímabilinu og bættu met

Fengu á sig fyrsta markið í 25. sinn á tímabilinu og bættu met
433Sport
Í gær

Skiptar skoðanir og mismunandi svör við krefjandi spurningum – „Margir sem þurfa að hysja upp um sig“

Skiptar skoðanir og mismunandi svör við krefjandi spurningum – „Margir sem þurfa að hysja upp um sig“
433Sport
Í gær

Spá fyrir Bestu deildina – 3. sæti: „Ef menn þjappa sig ekki saman og mæta trítilóðir eiga þeir ekki að vera í keppnisíþróttum“

Spá fyrir Bestu deildina – 3. sæti: „Ef menn þjappa sig ekki saman og mæta trítilóðir eiga þeir ekki að vera í keppnisíþróttum“
433Sport
Í gær

Spá fyrir Bestu deildina – 5. og 6. sæti: Efri hluti en engin Evrópa hjá Vesturbæjarstórveldinu

Spá fyrir Bestu deildina – 5. og 6. sæti: Efri hluti en engin Evrópa hjá Vesturbæjarstórveldinu
433Sport
Í gær

Þorsteinn við fréttamann RÚV: „Mér finnst þú bara vera að búa til einhverjar áhyggjur úr þessu“

Þorsteinn við fréttamann RÚV: „Mér finnst þú bara vera að búa til einhverjar áhyggjur úr þessu“