Ísland 1 – 1 Frakkland
0-1 Melvine Malard (‘1)
1-1 Dagný Brynjarsdóttir (‘102, víti)
Íslenska kvennalandsliðið er úr leik á EM kvenna eftir tap gegn Frökkum í lokaleik riðlakeppninnar í kvöld.
Ísland hafði gert tvö jafntefli fyrir leik kvöldsins gegn fyrst Belgum og svo Ítölum.
Franska liðið er það sterkasta í riðlinum og þurfti Ísland mjög góðan leik til að fá þrjú stig.
Það var slæm byrjum sem varð Íslandi að falli í kvöld en við lentum undir eftir aðeins rúmlega 40 sekúndur í Rotherham.
Melvine Malard sá um að skora fyrir Frakka strax í byrjun leiks og var Ísland því marki undir alveg frá byrjun.
Í uppbótartíma venjulegs leikíma fékk Ísland vítaspyrnu þar sem Dagný Brynjarsdóttir kom boltanum í netið.
Því miður dugði það ekki til en Ísland hafði þurft að vinna leikinn til að komast áfram.
Á sama tíma unnu Belgar 1-0 sigur á Ítalíu og enda í öðru sæti riðilsins með fjögur stig. Vegna þess dugði jafnteflið ekki til.