Oliver Kahn, stjórnarformaður Bayern Munchen, hefur tjáð sig um framherjann Harry Kane sem er talinn einn sá besti í heimi.
Bayern leitar að nýjum framherja þessa stundina en liðið hefur misst Robert Lewandowski sem er mættur til Barcelona.
Kane er helsta vopnið í sókn Tottenham og enska landsliðsins og er samningsbundinn Spurs til ársins 2024.
Kahn gerir sér ekki of miklar vonir um að fá Kane og staðfestir í raun að það sé ekki markmiðið í þessum félagaskiptaglugga.
,,Hann er samningsbundinn Tottenham, hann er í algjörum topp klassa en þetta er draumur fyrir framtíðina,“ sagði Kahn.
,,Við þurfum að horfa á að koma þessum hóp saman fyrir næsta tímabil. Við sjáum hvað annað gerist.“