John Terry, fyrrum leikmaður Chelsea, gat farið til Rússlands árið 2018 er hann yfirgaf lið Aston Villa á Englandi.
Það er umboðsmaðurinn Marco Trabucchi sem greinir frá þessu en Terry lagði skóna á hilluna árið 2018 eftir eitt tímabil hjá Villa.
Fyrir það lék Terry með Chelsea í tæplega 20 ár og spilaði 492 deildarleiki fyrir félagið.
Fjölskylda Terry hafði ekki áhuga á að flytja til Rússlands en Spartak Moskva þar í landi vildi fá hann í sínar raðir.
Það var dóttir Terry sem gerði mest úr þessari hugmynd en hún varð dauðhrædd þegar hún heyrði að pabbi sinn gæti verið á leið til Rússlands.
,,Skólastjórinn hringdi í John. Hann sagði að dóttir hans væri rúllandi á gólfinu, öskrandi að pabbi hennar væri á leið til Rússlands,“ sagði Trabucchi um það sem átti sér stað á þessum tíma.
,,Hún var að öskra að það væru ísbirnir á götunum í Rússlandi og að hann myndi aldrei snúa aftur heim.“
Terry fór meira að segja í læknisskoðun hjá rússnenska félaginu en ákvað að lokum að segja þetta gott í staðinn.