Bakvörðurinn Nuno Tavares er ekki á leið til Frakklands að semja við Marseille þar í landi.
Fabrizio Romano greinir frá þessu en Marseille var um tíma í viðræðum við Arsenal um að semja við leikmanninn.
Romano segir að viðræðurnar hafi siglt í strand því Marseille vildi fá möguleika á að kaupa hann endanlega eftir lánssamning.
Marseille er nú byrjað að horfa á aðra leikmenn og er Jonathan Clauss hjá Lens efstur á þeim lista.
Tavares er 22 ára gamall vinstri bakvörður og kom til Arsenal frá Benfica á síðasta ári.