fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
433Sport

Steinhissa eftir ummæli fyrrum samherja hjá Arsenal – ,,Þú talar ekki svona um þitt félag“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 17. júlí 2022 10:00

Eiður Smári Guðjohnsen og Cesc Fabregas / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bacary Sagna, fyrrum leikmaður Arsenal, hefur svarað fyrrum samherja sínum, Cesc Fabregas, fullum hálsi eftir að hann tjáði sig um tíma sinn hjá félaginu.

Fabregas ræddi um tíma sinn hjá Arsenal en hann taldi aðeins tvo leikmenn vera í sama gæðaflokki og hann hjá félaginu, Samir Nasri og Robin van Persie.

Það er eitthvað sem kemur Sagna verulega á óvart en hann var sjálfur lengi hluti af liði Arsenal og spilaði stórt hlutverk.

,,Ég var mjög hissa þegar ég las þetta. Að þetta hafi komið frá honum var óvænt því hann átti að vera einn af leiðtogum liðsins og vonarstjörnum, þú talar ekki svona um þitt félag,“ sagði Sagna.

,,Þetta kom verulega á óvart því hann er mjög vinalegur náungi og er það ennþá, þetta breytir engu. Ég var hins vegar mjög hissa.“

,,Arsenal gerði hann að þeim leikmanni sem hann var svo það er frekar gróft að segja að sumir leikmenn hafi ekki verið í sama gæðaflokki. Hann var ekki endilega til fyrirmyndar öll tímabilin sem hann spilaði með liðinu.“

,,Á þessum tíma töluðu fjölmiðlar um að hann væri ekki að hlaupa nógu mikið eða verjast nógu vel. Aðrir gætu hafa gagnrýnt það. Þetta er hans skoðun og hann á rétt á henni en við eigum öll góð augnablik sem og slæm.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Leikkonan heimsfræga birti athyglisverða færslu eftir leik Arsenal – ,,Velkominn til baka“

Leikkonan heimsfræga birti athyglisverða færslu eftir leik Arsenal – ,,Velkominn til baka“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

England: Jota hetjan í grannaslagnum – Óvæntur sigur Ipswich

England: Jota hetjan í grannaslagnum – Óvæntur sigur Ipswich
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

,,Elska að spila með honum og myndi vilja halda honum“

,,Elska að spila með honum og myndi vilja halda honum“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Reyndi að múta lögreglunni eftir kynlíf á almannafæri

Reyndi að múta lögreglunni eftir kynlíf á almannafæri
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Jökull: „Mér finnst rosalega leiðinlegt að hafa önnur lið sem eitthvað viðmið“

Jökull: „Mér finnst rosalega leiðinlegt að hafa önnur lið sem eitthvað viðmið“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Nafn Gylfa áberandi í niðurstöðum úr leikmannakönnun

Nafn Gylfa áberandi í niðurstöðum úr leikmannakönnun