Julen Lopetegui, stjóri Sevilla, hefur staðfest það að Jules Kounde sé líklega á förum frá félaginu.
Kounde er orðaður við bæði Chelsea og Barcelona en hann vill sjálfur komast til betra félags sem fyrst.
Lopetegui fer ekki leynt með það að Sevilla gæti verið að missa Kounde eins og Diego Carlos sem fór til Aston Villa.
,,Einn mikilvægur leikmaður, Diogo Carlos, er farinn og svo er annar byrjunarliðsmaður í vörninni mögulega á förum líka,“ sagði Lopategui og átti þar við Kounde.
,,Við vitum ekki hvað mun gerast. Það er erfitt að leysa þessa menn af hólmi.“