Cristiano Ronaldo, leikmaður Manchester United, vill komast burt frá félaginu eins og talað hefur verið um í nokkrar vikur.
Ronaldo hefur verið orðaður við fjölmörg lið en samkvæmt Sport TV í Portúgal gæti hann verið á leið til heimalandsins.
Sport TV segir að Ronaldo sé byrjaður í viðræðum við Sporting um að ganga í raðir félagsins á láni.
Ekki nóg með það heldur hefur mynd af bifreið Ronaldo birst á samskiptamiðla en hann ku vera lagður í bílageymslunni á heimavelli Sporting.
Ronaldo er 37 ára gamall og hóf ferilinn hjá Sporting áður en hann hélt til Man Utd árið 2003 og síðar til Real Madrid og Juventus.
Ronaldo spilaði 25 deildarleiki fyrir aðallið Sporting og skoraði þrjú mörk áður en hann hélt erlendis.
Cristiano Ronaldo’s car spotted in the parking lot of the Sporting CP training facility. 🇵🇹 pic.twitter.com/ETzuYox0S1
— The CR7 Timeline. (@TimelineCR7) July 17, 2022