West Ham United ku vera að reyna við framherjann Gianluca Scamacca sem spilar með Sassuolo á Ítalíu.
Scamacca hefur vakið verðskuldaða athygli með Sassuolo en hann er einnig orðaður við Paris Saint-Germain.
David Moyes, stjóri West Ham, hefur þó töluverðar áhyggjur af fjölskyldulífi leikmannsins eftir frétt sem vakti mikla athygli í fyrra.
Faðir Scamacca komst þá í öll blöð Ítalíu en hann var handtekinn fyrir að skemma margar bifreiðir leikmanna AS Roma.
Samkvæmt fréttinni þá réðst Emiliano Scamacca á allt að fimm bíla og strunsaði svo reiður inn á æfingasvæði ítalska liðsins. Hann var handtekinn skömmu síðar.
Faðirinn var alls ekki með réttu viti er hann tók reiðiskastið en hann vildi hefna sín á hvernig Roma kom fram við son sinn á sínum tíma.
Framherjinn var á mála hjá Roma frá 2012 til 2015 en fékk aldrei tækifæri.
Moyes gæti hætt við að semja við Scamacca ef faðirinn verður til frekari vandræða en það verður að koma í ljós á næstu dögum.