Maurizio Icardi, leikmaður Paris Saint-Germain, gæti verið á leið aftur til Ítalíu miðað við fregnir dagsins.
Icardi er ekki inni í myndinni hjá PSG þessa dagana og má yfirgefa félagið í sumarglugganum.
Nýliðar Monza í Serie A hafa áhuga á að semja við Icardi sem var áður mjög öflugur í sóknarlínu Inter Milan.
Samkvæmt RMC Sport er Monza búið að ræða við umboðsmann Icardi en það er einnig eiginkona hans Wanda Nara.
Icardi þekkir ítalska boltann betur en margir en hann lék þar í níu ár bæði með Inter sem og Sampdoria.
Hann gekk í raðir PSG frá Inter árið 2019 á láni og var svo endanlega keyptur til franska félagsins.