Þróttur V. 1 – 2 HK
0-1 Örvar Eggertsson (’22)
0-2 Stefán Ingi Sigurðarson (’62, víti)
1-2 Haukur Darri Pálsson (’88)
Þróttur Vogum tókst ekki að sigra sinn annan leik í röð í Lengjudeild karla er liðið mætti HK í kvöld.
Um var að ræða eina leik kvöldsins í Lengjudeildinni og lokadeild 12. umferðar.
Þróttur vann Grindavík óvænt 2-0 í síðustu umferð og var það fyrsti sigur liðsins í sumar.
HK reyndist of sterkur andstæðingur í kvöld og hafði betur 2-1 og kom sér um leið í toppsætið.