Það voru tvö íslensk mörk á boðstólnum í B-deild Noregs íd ag er Sogndal gerði 3-3 jafntefli við Ranheim.
Valdimar Þór Ingimundarson og Jónatan Ingi Jónsson komust á blað í þessum leik en Jónatan Ingi lagði einnig upp í jafnteflinu.
Valdimar skoraði fyrsta mark leiksins þar sem Jónatan átti stoðsendinguna og skoraði sá síðarnefndi svo þriðja mark liðsins þegar korter var eftir.
Brynjólfur Andersen Willumsson spilaði 86 mínútur í 2-1 tapi Kristiansund gegn Viking og lagði upp eina mark þess fyrrnefnda.
Patrik Gunnarsson varði mark Viking í leiknum en Samúel Kári Friðjónsson kom inná sem varamaður í sigrinum.
Hólmbert Aron Friðjónsson kom inná sem varamaður hjá Lilleström sem vann Odd 2-1. Hólmbert spilaði 17 mínútur.
Brynjar Ingi Bjarnason fær ekkert að spila með Valerenga og var ónotaður varamaður í 1-0 sigri á Sarpsborg.
Freyr Alexandersson og félagar í Lyngby hófu leik í dönsku úrvalsdeildinni og byrja á 2-2 jafntefli við Silkeborg. Stefán Teitur Þórðarson byrjaði hjá Silkeborg og kom Sævar Atli Magnússon inná sem varamaður hjá Lyngby.
Lið FCK byrjar óvænt á tapi heima en liðið spilaði við Horsens og tapaði 1-0. Ísak Bergmann Jóhannesson og Hákon Arnar Haraldsson byrjuðu fyrir FCK. Aron Sigurðarson lék einnig 77 mínútur fyrir Horsens.
Mikael Neville Anderson fékk 68 mínútur fyrir lið Aarhus sem tapaði 1-0 gegn Brondby.
Óli Valur Ómarsson er nýgenginn í raðir Sirius og fékk örfáar mínútur í 2-0 sigri á Degerfors í Allsvenskunni. Aron Bjarnason byrjaði hjá Sirius en fór af velli undir lokin.