fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
433Sport

Jónatan Ingi og Valdimar komust á blað – Mjög slæm byrjun FCK

Victor Pálsson
Sunnudaginn 17. júlí 2022 20:22

Jónatan Ingi í leik með FH 2020. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það voru tvö íslensk mörk á boðstólnum í B-deild Noregs íd ag er Sogndal gerði 3-3 jafntefli við Ranheim.

Valdimar Þór Ingimundarson og Jónatan Ingi Jónsson komust á blað í þessum leik en Jónatan Ingi lagði einnig upp í jafnteflinu.

Valdimar skoraði fyrsta mark leiksins þar sem Jónatan átti stoðsendinguna og skoraði sá síðarnefndi svo þriðja mark liðsins þegar korter var eftir.

Brynjólfur Andersen Willumsson spilaði 86 mínútur í 2-1 tapi Kristiansund gegn Viking og lagði upp eina mark þess fyrrnefnda.

Patrik Gunnarsson varði mark Viking í leiknum en Samúel Kári Friðjónsson kom inná sem varamaður í sigrinum.

Hólmbert Aron Friðjónsson kom inná sem varamaður hjá Lilleström sem vann Odd 2-1. Hólmbert spilaði 17 mínútur.

Brynjar Ingi Bjarnason fær ekkert að spila með Valerenga og var ónotaður varamaður í 1-0 sigri á Sarpsborg.

Freyr Alexandersson og félagar í Lyngby hófu leik í dönsku úrvalsdeildinni og byrja á 2-2 jafntefli við Silkeborg. Stefán Teitur Þórðarson byrjaði hjá Silkeborg og kom Sævar Atli Magnússon inná sem varamaður hjá Lyngby.

Lið FCK byrjar óvænt á tapi heima en liðið spilaði við Horsens og tapaði 1-0. Ísak Bergmann Jóhannesson og Hákon Arnar Haraldsson byrjuðu fyrir FCK. Aron Sigurðarson lék einnig 77 mínútur fyrir Horsens.

Mikael Neville Anderson fékk 68 mínútur fyrir lið Aarhus sem tapaði 1-0 gegn Brondby.

Óli Valur Ómarsson er nýgenginn í raðir Sirius og fékk örfáar mínútur í 2-0 sigri á Degerfors í Allsvenskunni. Aron Bjarnason byrjaði hjá Sirius en fór af velli undir lokin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Real Madrid óttast það bara að einn leikmaður fái leikbann fyrir Arsenal leikinn

Real Madrid óttast það bara að einn leikmaður fái leikbann fyrir Arsenal leikinn
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Fjórir aðilar á Íslandi sýknaðir – Voru grunaðir um að hagræða úrslitum leiks síðasta sumar

Fjórir aðilar á Íslandi sýknaðir – Voru grunaðir um að hagræða úrslitum leiks síðasta sumar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Viðurkennir að fjarvera Glódísar sé áfall – „Þurfum bara að takast á við það“

Viðurkennir að fjarvera Glódísar sé áfall – „Þurfum bara að takast á við það“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Enn vel mögulegt að Salah taki þetta framandi skref í sumar

Enn vel mögulegt að Salah taki þetta framandi skref í sumar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sjáðu nýjustu klippuna frá Bestu deildinni – Afar vandræðaleg lyftuferð

Sjáðu nýjustu klippuna frá Bestu deildinni – Afar vandræðaleg lyftuferð
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Jón Þór: „Þetta er staðurinn sem við viljum vera á“

Jón Þór: „Þetta er staðurinn sem við viljum vera á“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fór í sögubækurnar með ljótu broti gegn Liverpool í gær

Fór í sögubækurnar með ljótu broti gegn Liverpool í gær
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Komu myndavél inn í herbergi frægra manna er þeir stunduðu kynlíf – Þetta sagði einn við konuna í miðjum klíðum

Komu myndavél inn í herbergi frægra manna er þeir stunduðu kynlíf – Þetta sagði einn við konuna í miðjum klíðum