William Saliba, leikmaður Arsenal, segist hafa horft á hvern einasta leik liðsins á síðustu leiktíð er hann lék með Marseille.
Það hefur alltaf verið vilji Saliba að spila með Arsenal en hann stóð sig mjög vel á láni í Frakklandi í vetur og vakti töluverða athygli.
Nú er útlit fyrir að hann fái loksins tækifæri á Emirates og kemur vel undirbúinn til leiks.
,,Þegar ég var þarna á láni þá horfði ég á hvern einasta Arsenal leik,“ sagði Saliba í samtali við heimasíðu Arsenal.
,,Ég horfði á alla leikina til að sjá hvernig þeir myndu spila svo þegar ég kæmi aftur þá væri auðveldara fyrir mig að spila með leikmönnum sem ég hafði ekki kynnst.“
,,Það er mikilvægt að vera með stuðningsmennina á þínu bandi og það er eitthvað sem ég er mjög hrifinn af. Ég get ekki beðið eftir því að gefa til baka.“