Það er alveg á hreinu að Bayern Munchen mun ekki semja við Cristiano Ronaldo í sumar.
Julian Nagelsmann, stjóri Bayern, er síðasta nafnið til að tjá sig um Ronaldo sem hefur verið orðaður við þýska félagið.
Oliver Kahn og Hasan Salihamidzic höfðu áður tjáð sig um Ronaldo og sögðu hann ekki henta hugmyndafræði félagsins.
,,Ég hef séð alla þessa orðróma um að ég hafi áhuga á að fá Cristiano Ronaldo en þeir eru ekki sannir,“ sagði Nagelsmann.
Ronaldo leikur með Manchester United og vill komast burt í sumar til að spila í Meistaradeildinni.