Svíþjóð og Holland enda riðlakeppni EM kvenna vel og klára C riðil með sjö stig úr þremur leikjum.
Svíar enda í efsta sæti riðilsins með sjö stig líkt og Holland sem er með örlítið verri markatölu.
Svíar fóru á kostum gegn Portúgal í kvöld en liðið vann sannfærandi 5-0 sigur og voru í engum vandræðum.
Þær hollensku voru heldur ekki í vandræðum gegn Sviss í leik sem lauk með 5-1 sigri.
Bæði lið enda riðlakeppnina án taps og gerðu þá jafntefli innbyrðis.
Svíþjóð 5 – 0 Portúgal
1-0 Filippa Angeldal(’21)
2-0 Filippa Angeldal(’45)
3-0 Carole Costa(’45, sjálfsmark)
4-0 Kosovare Asllani(’54)
5-0 Stina Blackstenius(’91)
Sviss 1-4 Holland
0-1 Ana Maria Crnogorcevic(’49, sjálfsmark)
1-1 Geraldine Reuteler(’53)
1-2 Romee Leuchter(’84)
1-3 Victoria Pelova(’89)
1-4 Romee Leuchter