Lið Chelsea reyndi að stela Gabriel Jesus á síðustu stundu áður en hann gekk í raðir Arsenal í sumar.
Það er umboðsmaður leikmannsins sem staðfestir þetta en Jesus gekk í raðir Arsenal frá Manchester City.
,,Chelsea var eitt af þeim liðum sem reyndi að stela honum af Arsenal,“ sagði umboðsmaðurinn Marcelo Pettinati.
,,Þeir reyndu mikið á lokadögunum að fá hann í sínar raðir en á þeim tíma vorum við búnir að ákveða næsta verkefni.“
Jesus mun styrkja sóknarlínu Arsenal verulega en hann er með mjög góða tölfræði í markaskorun í ensku deildinni.