Mario Balotelli, fyrrum leikmaður Manchester City og Liverpool, gæti verið að taka óvænt skref á ferlinum.
Balotelli hefur spilað í Tyrklandi undanfarin ár og leikur í dag með Adana Demirspor líkt og Birkir Bjarnason.
Eftir aðeins eitt tímabil þar er Balotelli að skoða sína möguleika og gæti verið á leið til Sviss.
Forseti Sion í Sviss hefur staðfest það að viðræður við Balotelli hafi átt sér stað og hafa gengið á í nokkrar vikur.
Balotelli skoraði 18 mörk í 31 leik fyrir Demirspor á síðustu leiktíð og var næst markahæstur í deildinni.
Samningur Balotelli gildir til ársins 2024 og myndi Sion þurfa að borga fyrir hans þjónustu.