Conor Gallagher, leikmaður Chelsea, var alls ekki hræddur við að ræða við Thomas Tuchel, stjóra liðsins, eftir að síðasta tímabili lauk.
Gallagher vill vinna sér inn sæti í aðalliði Chelsea en spilaði með Crystal Palace á láni á síðustu leiktíð og stóð sig mjög vel.
Hann mun fá tækifæri með Chelsea á undirbúningstímabilinu og var mjög skýr í samtali við Tuchel.
,,Þetta var símtal. Ég sagði honum að ég væri tilbúinn að spila fyrir Chelsea og sagði að það væri það sem ég vildi,“ sagði Gallagher.
,,Ég á eldri bræður og ef þú þarft að segja eitthvað eða spyrja að einhverju þá gerirðu það bara, stjórar eru ekki ógnvekjandi. Þeir vilja tala við sína leikmenn. Þeir vilja vita hvar þú stendur.“
,,Það var skýrt hvað báðir aðilar vildu eftir símtalið, hann vill að ég sanni mig á undirbúningstímabilinu og vonandi verð ég hluti af hópnum.“