Gianluigi Buffon útilokar það ekki að leggja skóna á hilluna 55 ára gamall, þetta segir hann léttur í samtali við blaðamenn á Ítalíu.
Buffon er orðinn 44 ára gamall en er enn að og spilar með Parma í efstu deild Ítalíu.
Buffon er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Juventus og var einnig lengi aðalmarkvörður ítalska landsliðsins.
Hann er samningsbundinn Parma til ársins 2023.
,,Ég gæti hætt þegar ég er 55 ára gamall, ég var í tíu ár hjá Parma fyrst og svo 20 ár hjá Juventus,“ sagði Buffon.
,,Ég hef hugsað um að hætta í tíu ár en ég hef alltaf haldið áfram. Ég hef upplifað mikið sem hjálpar mér að þekkja heim fótboltans en ég er ekki viss um að ég haldi áfram í þessum heimi eftir að skórnir fara á hilluna. Ég gæti reynt eitthvað annað.“