Eins ótrúlega og það hljómar gæti AC Milan verið bannað að klæðast þriðju treyju sinni í Serie A á næstu leiktíð.
Footy Headlines birti í gær myndir af þriðju treyju Milan sem hefur fengið nokkuð slæm viðbrögð heilt yfir.
Treyjan er græn á litin en Goal.com fjallar um það að hún verði líklega ekki nothæf á næsta tímabili.
Ástæðan er sú að lið á Ítalíu mega ekki klæðast grænum treyjum á vellinum, nema að það sé aðalbúningurinn.
Það er aðeins eitt lið sem græðir á því sem er Sassuolo en liðið klæðist grænni og svartri aðaltreyju.
Samkvæmt Goal kemur reglan inn svo að áhorfendur geti séð betur hvað er að gerast á vellinum þar sem grasið er einmitt grænt.