Toronto í MLS deildinni hefur fengið rosalegan liðsstyrk og samdi í dag við vængmanninn Federico Bernardeschi.
Þetta hefur kanadíska félagið staðfest en Bernardeschi kemur til félagsins á frjálsri sölu frá Juventus.
Toronto ætlar sér stóra hluti í MLS deildinni og hefur einnig fengið Lorenzo Insigne og Domenico Criscito.
Bernardeschi er enn aðeins 28 ára gamall og spilaði með Juventus í fimm tímabil og lék tæplega 200 leiki.
Hann var hluti af liði Juventus sem vann Serie A þrisvar og er einnig ítalskur landsliðsmaður.