Riyad Mahrez er ekki á förum frá Manchester City í sumar og hefur krotað undir framlengingu á samningi sínum.
Þetta var staðfest í gær en Mahrez hefur undanfarin fjögur ár leikið með ensku meisturunum.
Vængmaðurinn gerði mjög vel með Leicester City áður en hann hélt til Manchester og hefur verið reglulegur byrjunarliðsmaður síðan þá.
Mahrez hefur spilað 189 leiki fyrir Man City og skorað 63 mörk og hefur þá unnið deildina þrisvar á Etihad.
Mahrez er orðinn 31 árs gamall en hann skrifar undir samning sem gildir til ársins 2025.