Liverpool verður mögulega án tveggja lykilmanna gegn Manchester City í leiknum um Samfélagsskjöldinn þann 30. júlí.
Um er að ræða sóknarmanninn Diogo Jota og markvörðinn Alisson.
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hefur staðfest það að Jota muni ekki spila leikinn og er Alisson þá mjög tæpur.
Markmaðurinn er að glíma við vöðvameiðsli og er Klopp ekki viss hvort hann geti tekið þátt í fyrsta leik keppnistímabilsins.
Jota er þá að glíma við meiðsli aftan í læri og verður líklega frá í nokkrar vikur vegna þess.