Georginio Chiellini vill sjá Juventus reyna að fá Christian Pulisic frá Chelsea í sumar en hann er orðaður við félagið.
Chiellini hefur nú kvatt Juventus eftir mörg sigursæl ár og spilar með LAFC í Bandaríkjunum.
Að sögn Chiellini myndi Pulisic henta liði Juventus vel en um er að ræða 23 ára gamlan vængmann sem er einmitt frá Bandaríkjunum.
,,Þetta er í fyrsta sinn sem ég heyri af þessu en ég tel að Juventus þurfi vængmann eins og Pulisic,“ sagði Chiellini.
,,Pulisic er mjög góður leikmaður, hann byrjar á vængnum og kemur svo inn á völlinn. Hann hefur verið meiddur hjá Chelsea en mun snúa aftur í september.“
,,Með komu Angel Di Maria þá yrði Pulisic frábær viðbót fyrir Juventus. Hann hefur bætt sig með hverju ári og átti mjög gott tímabil með Chelsea.“