ÍBV er að fá gríðarlegan liðsstyrk í efstu deild karla en þetta kemur fram í hlaðvarpsþættinum Dr. Football.
Hrafnkell Freyr Ágústsson greinir frá þessu í þætti föstudagsins en leikmaðurinn umræddi heitir Younousse Sankhare.
Sankhare er fyrrum landsliðsmaður Senegals og spilaði sjö leiki fyrir Þjóð sína frá 2015 til 2017.
Fyrir utan það hefur Sankhare leikið með stórliði Paris Saint-Germain í Frakklandi og lék 33 deildarleiki frá 2007 til 2011.
Sankhare er 32 ára gamall miðjumaður og lék með Bordeaux við góðan orðstír frá 2017 til 2019 og samdi svo við Panathinaikos í fyrra.
Fyrir utan það hefur Sankhare spilað með Guingamp, Dijon, Lille, CSKA Sofia og Valenciennes. Hann var síðast hjá Giresunspor í efstu deild Tyrklands.