Það er ekki rétt að Barcelona þurfi að selja miðjumanninn Frenkie de Jong í sumar til að fjármagna önnur kaup.
Þetta segir forseti spænska félagsins, Joan Laporta, en De Jong er við það að ganga í raðir Manchester United.
Fjárhagsstaða Barcelona er ekki frábær en félagið keypti Raphinha frá Leeds United á dögunum og kostaði hann yfir 60 milljónir evra.
Þrátt fyrir það er Laporta harður á því að Börsungar þurfi ekki að selja en neitar ekki að De Jong sé á förum.
,,Það er ekki rétt að félagið hafi neyðst til að selja Frenkie de Jong,“ sagði Laporta við blaðamenn.
Xavi, stjóri Barcelona, ku vera hrifinn af De Jong og er talið að ástæðan sé klárlega slæm fjárhagsstaða félagsins.