Emre Can, leikmaður Borussia Dortmund, er í vandræðum hjá félaginu en það er Bild sem greinir frá þessu.
Edin Terzic er tekinn við stjórnartaumunum hjá Dortmund og er hann ekki pent sáttur með hegðun Can á æfingasvæðinu.
Samkvæmt Bild er Can mjög ógnvekjandi á æfingum liðsins í garð liðsfélaga sinna og hikar ekki við að lesa yfir þeim.
Það er hegðun sem gæti haft mjög skaðleg áhrif til lengdar og er Terzic alls ekki ánægður með gang mála.
Can hefur aldrei farið leynt með eigin tilfinningar á æfingum og í leikjum en hann lék áður með Liverpool og Juventus.
Talað er um að hegðun Can eigi ekki rétt á sér þar sem að frammistaða hans hafi ekki verið heillandi á síðustu leiktíð og átti hann erfitt uppdráttar að hluta til vegna meiðsla.