Þýskaland endar riðlakeppnina á EM kvenna með fullt hús stiga og fékk ekki á sig mark í þremur leikjum.
Þýskaland spilaði sinn síðasta leik í riðlakeppninni í kvöld og vann þá Finnland sannfærandi 4-0.
Þær þýsku eru með mjög sterkt lið og skoruðu níu mörk í riðlinum og fengu ekkert á sig.
Á sama tíma vann Spánn dramatískan sigur á Dönum sem eru úr leik en sigurmarkið var skorað í blálokin.
Marta Cardona skoraði sigurmark Spánverja þegar örstutt var eftir og er liðið í öðru sæti riðilsins með sex stig.
Finnland 0 – 3 Þýskaland
0-1 Sophia Kleinherne(’40)
0-2 Alexandra Popp(’48)
0-3 Nicole Anyomi(’63)
Danmörk 0 – 1 Spánn
0-1 Marta Cardona(’90)