Robert Lewandowski verður leikmaður Barcelona á næstu leiktíð en margir miðlar hafa fullyrt þessar fregnir.
Lewandowski hefur verið á óskalista Barcelona í allt sumar en Bayern Munchen hefur ekki viljað sleppa framherjanum.
Bayern er nú loksins búið að sætta sig við stöðuna og er tímaspursmál hvenær Lewandowski verður tilkynntur.
Pólverjinn mun gera þriggja ára samning við Barcelona en Bayern á aðeins eftir að gefa síðasta græna ljósið á að skiptin gangi í gegn.
Það vekur töluverða athygli að Lewandowski mun kosta Börsunga 50 milljónir evra en hann verður 34 ára gamall í næsta mánuði.
Lewandowski hefur leikið með Bayern undanfarin átta ár og hefur skorað 238 mörk í 253 leik í deild.