Bayern Munchen hefur staðfest það að Robert Lewandowski sé á förum frá félaginu og á leið til Barcelona.
Þetta kom fram í tilkynningu frá félaginu í dag en forseti liðsins Herbert Hainer staðfestir brottför leikmannsins.
Lewandowski hefur reynt í allt sumar að komast til Börsunga og eru félagaskiptin nú loksins að verða að veruleika.
Það er ekki það eina að frétta hjá Bayern sem staðfesti einnig að Serge Gnabry væri búinn að skrifa undir nýjan samning.
Gnabry krotaði undir til ársins 2027 en félagið vildi ekki missa hann eftir að ljóst var að Lewandowski væri á förum.
Gnabry er 27 ára gamann sóknarmaður og var mikið orðaður við England í sumar fyrir undirskriftina.