Arsenal er vongott um að Oleksandr Zinchenko verði orðinn leikmaður liðsins á allra næstu dögum.
Það er Sky Sports sem greinir frá þessu í kvöld en Zinchenko er til sölu hjá Manchester City.
Nokkur lið hafa verið orðuð við Zinchenko í sumar en útlit er fyrir að Arsenal muni hafa betur í baráttunni.
Viðræður eru enn í gangi á milli félagana en Arsenal mun borga í kringum 30 milljónir punda fyrir Úkraínumanninn.
Mikel Arteta, stjóri Arsenal, þekkir Zinchenko vel en hann vann áður með honum hjá Man City sem aðstoðarþjálfari Pep Guardiola.