Alfons Sampsted var auðvitað á sínum stað hjá Bodo/Glimt í dag er liðið mætti HamKam í norsku úrvalsdeildinni.
Bodo/Glimt hefur verið á góðu skriði undanfarið og eftir 2-0 sigur í dag er liðið í þriðja sæti. Alfons lék allan leikinn í sigrinum.
Ari Freyr Skúlason lék með Norrköping í Svíþjóð sem tapaði heima gegn Malmö 2-0.
Milos Milojevic er auðvitað þjálfari Malmö sem er í þriðja sæti deildarinnar með 27 stig, þremur stigum frá toppsætinu.
Norrköping er þjálfaralaust þessa stundina og er í 11. sætinu með aðeins 16 stig úr 14 leikjum.
Axel Óskar Andrésson spilaði þá hálfleik fyrir Orebro í 2-0 sigri á Dalkurd í B-deildinni.