Íslensk félög ættu að gleyma því að semja við landsliðsmanninn Viðar Örn Kjartansson eins og er.
Þetta segir Hrafnkell Freyr Ágústsson í hlaðvarpsættinum Dr. Football sem fór í loftið í gær.
Viðar er án félags þessa stundina en hann hefur yfirgefið norska félagið Valerenga og er því frjáls ferða sinna.
Breiðablik hefur verið orðað við framherjann knáa en hann Hrafnkell býst ekki við að leikmaðurinn sé á heimleið.
,,Ég held að Viðar komi aldrei heim, ekki á þessum tímapunkti. Það eru kannski tvö ár í það, hann fer í eitthvað gott move í Ísrael eða Asíu. Gott move money-lega séð,“ sagði Hrafnkell.
Viðar hefur áður spilað á báðum stöðum en hann lék með Maccabi Tel Aviv í Ísrael og átt einnig dvöl í Kína.