Það fóru fram þrír leikir í 3. deild karla í dag og er Víðir búið að jafna lið KFG á toppnum.
Víðir vann lið Sindra 1-0 á útivelli og er með 24 stig í öðru sætinu, jafn mikið og KFG en með verri markatölu.
KFS vann Kára með tveimur mörkum gegn einu en liðin eru bæði um miðja deild með nú 18 og 17 stig.
Kormákur/Hvöt fór þá létt með ÍH á heimavelli og vann öruggan 4-0 sigur.
KFS 2 – 1 Kári
1-0 Tómas Bent Magnússon
2-0 Ásgeir Elíasson
2-1 Finnbogi Laxdal Aðalgeirsson
Sindri 0 – 1 Víðir
0-1 Jóhann Þór Arnarsson
Kormákur/Hvöt 4 – 0 ÍH
1-0 Hilmar Þór Kárason
2-0 Hilmar Þór Kárason
3-0 Aliu Djalo
4-0 Kristinn Bjarni Andrason