Það var nóg af mörkum í boði í 2. deild karla í dag er heil umferð fór fram og var mikið um fjör.
Njarðvík er enn á toppnum án taps eftir leik við Magna í dag þar sem Kenneth Hogg gerði bæði mörk liðsins. Njarðvík hefur skorað 41 mark og fengið aðeins níu á sig sem er magnaður árangur.
Haukar unnu stórsigur á KFA og unnu með fimm mörkum gegn einu. Ólafur Darri Sigurjónsson var frábær í leiknum og skoraði þrennu.
Reynir fékk sitt fimmta stig í sumar er liðið spilaði við Völsung í leik sem lauk 1-1.
Tvö 3-3 jafntefli áttu sér þá stað en Þróttur og Höttur/Huginn skildu jöfn þar sem það síðarnefnda skoraði tvö mörk undir lokin.
ÍR og KF skildu þá jöfn með sömu markatölu.
Magni 1 – 2 Njarðvík
0-1 Kenneth Hogg
1-1 Kristófer Óskar Óskarsson
1-2 Kenneth Hogg
KFA 1 – 5 Haukar
1-0 Abdul Karim Mansaray
1-1 Ólafur Darri Sigurjónsson
1-2 Ólafur Darri Sigurjónsson
1-3 Máni Mar Steinbjörnsson
1-4 Ólafur Darri Sigurjónsson(víti)
1-5 Kristján Ólafsson
Reynir S. 1 – 1 Völsungur
1-0 Sæþór Ívan Viðarsson
1-1 Tomas Salamanavicius
Þróttur R. 3 – 3 Höttur/Huginn
1-0 Baldur Hannes Stefánsson
2-0 Kostiantyn Iaroshenko
2-1 Matheus Gotler
3-1 Eiríkur Þorsteinsson Blöndal
3-2 Björgvin Stefán Pétursson
3-3 Heiðar Logi Jónsson
ÍR 3 – 3 KF
1-0 Bergvin Fannar Helgason
1-1 Sævar Gylfason
2-1 Alexander Kostic
2-2 Julio Cesar Fernandes(víti)
3-2 Stefán Þór Pálsson
3-3 Ljubomir Delic