Everton hefur mikinn áhuga á að fá Maxwell Cornet, kantmann Burnley. The Athletic segir frá.
Hinn 25 ára gamli Cornet kom til Burnley frá Lyon síðasta sumar og stóð sig vel á sinni fyrstu leiktíð í ensku úrvalsdeildinni.
Cornet skoraði níu mörk í 26 leikjum í úrvalsdeildinni. Það var þó ekki nóg til að bjarga liðinu frá falli.
Burnley var einmitt í miklum fallbaráttuslag við Everton, sem nú vill fá Cornet.
Nokkuð ljóst þykir að leikmaðurinn mun ekki leika í B-deildinni á næstu leiktíð.
Vincent Kompany tók við sem stjóri Burnley fyrr í sumar. Það hafa orðið töluverðar breytingar á leikmannahópnum.
James Tarkowski fór til Everton á frjálsri sölu. Þá fór Nick Pope til Newcastle fyrir tíu milljónir punda og Nathan Collins til Wolves.
Scott Twine, Luke NcNally, CJ Egan-Riley, Samuel Bastien og Josh Cullen hafa þá gengið til liðs við félagið.