Sergino Dest hefur útilokað það að hann sé á förum frá Barcelona í sumar og er ekki á leið til Chelsea.
Bakvörðurinn hefur verið orðaður við Chelsea í sumar en Barcelona vill fá Cesar Azpilicueta frá enska félaginu í sínar raðir.
Azpilicueta er ekki eini varnarmaður Chelsea sem er á óskalista Börsunga heldur einnig Marcos Alonso.
Talað hefur verið um að Dest gæti farið til Chelsea í skiptum en hann hefur sjálfur engan áhuga á því.
,,Ég er ekki að hugsa um að fara. Ég er ánægður hjá þessu félagi og verð klárlega áfram hérna,“ sagði Dest.
Dest er bandarískur landsliðsmaður og gekk í raðir Barcelona frá Ajax í Hollandi.