Barcelona hefur staðfest komu Raphinha til félagsins frá Leeds.
Börsungar borgar um 50 milljónir punda fyrir þjónustu Brasilíumannins.
Raphinha hefur verið á mála hjá Leeds undanfarin tvö ár og verið algjör lykilmaður liðsins í ensku úrvalsdeildinni.
Raphinha hefur verið mikið í fréttum í sumar. Hann var sterklega orðaður við Arsenal og Chelsea og um tíma virtist hann við það að vera að ganga í raðir síðarnefnda félagsins.
Sjálfur vildi leikmaðurinn þó alltaf ganga í raðir Barcelona.