Serge Gnabry hefur samþykkt nýjan langtímasamning við Bayern Munchen. The Athletic segir frá.
Hinn 27 ára gamli Gnabry hafði verið orðaður við önnur stórlið í Evrópu, til dæmis Chelsea.
Núgildandi samningur hans rennur út næsta sumar en nú lítur út fyrir að hann verði framlengdur.
Gnabry var hjá Arsenal á sínum yngri árum en tókst ekki að verða fastamaður í liðinu. Hann hefur hins vegar blómstrað síðan hann sneri aftur til heimalandsins, fyrst hjá Werder Bremen og Hoffenheim og síðar hjá Bayern.
Í 171 leik með Bayern hefur Gnabry skorað 63 mörk. Hann hefur fjórum sinnum orðið Þýskalandsmeistari með liðinu, tvisvar sinnum bikarmeistari og einu sinni Evrópumeistari.
🚨 EXCL: Serge Gnabry has ended speculation over his future by agreeing a new contract with Bayern Munich. 27yo winger set to sign long-term deal in coming days. Interest from some of Europe’s biggest clubs but priority was always #FCBayern @TheAthleticUK https://t.co/CKcRhKgefJ
— David Ornstein (@David_Ornstein) July 15, 2022